Um Skagaströnd
Árnes, safn
Fréttir
Golfvöllur
Hólaneskirkja
Hitaveita
Húsnćđismál
Höfnin
Íţróttaađstađa
Sagan
Skipulagsmál
Spákonuarfur
Sorphreinsun og
endurvinnsla
Sundlaug
Tenglar
Tjaldsvćđi
Útivera og ferđalög

> Hólaneskirkja


Kirkja hefur líklega veriđ á Skagaströnd frá ţví um 1200. Hún stóđ viđ rćtur Spákonufells ofan kauptúnsins og nefndist Spákonufellskirkja. Stađurinn er kenndur viđ Ţórdísi spákonu sem ţar bjó til forna og getiđ er um í nokkrum Íslendingasögum. Kirkjan var bćndakirkja allt til ársins 1919 er hún komst í eigu safnađarins. Síđasta kirkjan á Spákonufelli var timburkirkja sem byggđ var 1852 og stóđ til 1928. Kirkjugarđur hefur frá upphafi kirkuhalds veriđ á Spákonufelli.

Áriđ 1928 var ný kirkja vígđ í kauptúninu sjálfu og nefndist hún Hólaneskirkja og dregur nafn af nesi ţví sem hún stendur rétt ofan viđ. Ţessi kirkja var steinkirkja og teiknuđ af Guđjóni Samúelssyni og var sóknarkirkja Skagstrendinga til 1991 er ný kirkja hafđi veriđ reist rétt framan viđ ţá gömlu sem var ţá rifin.

Skóflustunguna ađ núverandi Hólaneskirkju tók sr. Pétur Ţ. Ingjaldsson áriđ 1979 en hann var sóknarprestur á Skagaströnd frá 1941 til ársins 1981. Kirkjan er teiknuđ af Arkitektastofunni s/f í eigu Ormars Ţórs Guđmundssonar og Örnólfs Hall en innanhússhönnun var í höndum Gunnars Einarssonar og steindur kórgluggi var unninn af Leifi Breiđfjörđ. Kunnugt er um alla ţá presta sem ţjónađ hafa kirkjunum á Skagaströnd frá ţví um 1360 og eru ţeir 44 talsins ţegar ţetta er ritađ áriđ 2015. Séra Bryndís Valbjarnardóttir er sóknarprestur á Skagaströnd og međhjálpari Steindór Haraldsson. Sóknarnefndin er skipuđ 5 fulltrúum safnađarins og er formađur hennar Lárus Ćgir Guđmundsson.

Hólaneskirkja:

Kennitala 650169 - 6469
Sími 452 2930
Sóknarprestur: Sími 452 2695 og 8608845
Formađur sóknarnefndar: sími 864 7444Sveitarfélagiđ Skagaströnd | Kt. 650169-6039 | Skrifstofa Túnbraut 1-3 | Sími: 455 2700 - Fax: 455 2701 | skagastrond@skagastrond.is


© 2010 HUGMYNDIR