Um Skagaströnd
Árnes, safn
Fréttir
Golfvöllur
Hólaneskirkja
Hitaveita
Húsnćđismál
Höfnin
Íţróttaađstađa
Sagan
Skipulagsmál
Spákonuarfur
Sorphreinsun og
endurvinnsla
Sundlaug
Tenglar
Tjaldsvćđi
Útivera og ferđalög
Laufey Lind vann til verđlauna í smásagnasamkeppni FEKÍ

Laufey Lind Ingibergsdóttir, nemandi í 10. bekk Höfđaskóla, sigrađi í sínum flokki í smásagnasamkeppni Félags enskukennara á Íslandi (FEKÍ). Í vetur tók Höfđaskóli tók í fyrsta sinn ţátt í samkeppninni sem hefur undanfarin sjö ár veriđ haldin í tengslum viđ Evrópska tungumáladaginn.

 

Fyrirkomulag keppninnar er ţannig ađ nemendur í 3.-10. bekk í grunnskólum, sem og nemendur framhaldsskóla geta tekiđ ţátt í keppninni. Verđlaunasćti eru alls ellefu, 1.-3. sćti í ţremur flokkum; 7.-8. bekkur, 9.-10. bekkur og framhaldsskóli og svo 1.-2. sćti í flokknum 3.-6. bekkur. Nemendur eiga ađ skrifa sögurnar sínar út frá fyrirfram gefnu ţema. Ţemađ ađ ţessu sinni var Roots (rćtur).

Verđlaunaafhending fór fram á Bessastöđum síđastliđinn föstudag ţar sem forsetafrú Íslands, Eliza Reid, setti athöfnina og veitti verđlaun ásamt stjórn FEKÍ.

Laufey Lind lýsti ţátttöku sinni í keppninni og verđlaunaafhendingunni ţannig:

„Snemma í nóvember kynnti enskukennarinn okkar, Helga Gunnarsdóttir, fyrir okkur smásagnasamkeppni Félags enskukennara á Íslandi, FEKÍ. Hún sagđi okkur ađ viđ ćttum, sem verkefni í skólanum, ađ skrifa smásögu á ensku og skila inn fyrir 4. desember og ađ svo myndi hún og Vera skólastjóri velja eina sögu úr hvorum flokki (7. & 8. bekkur og 9. & 10. bekkur). Yfirheiti keppninnar ţađ áriđ var “Roots”, eđa á íslensku, rćtur.

Ég fékk strax hugmyndina ađ sögunni minni sem ég kalla The tree og byrjađi ađ skrifa hana í tíma, klárađi hana svo ţegar ég kom heim sama dag, sendi til systur minnar, Maríu, til ađ fara yfir og skilađi svo sögunni daginn eftir til Helgu; ennţá međ tćpan mánuđ eftir.

Ţá byrjađi biđin.

Helga greindi ekki frá úrslitum innan skólans fyrr en í byrjun desember og ţá var aftur beđiđ.

Um miđjan janúar fékk Helga tölvupóst ţar sem hún fékk ađ vita ađ ég hefđi unniđ og ađ viđ myndum seinna fá ađ vita hvar og hvenćr verđlaunaathöfnin yrđi. Viđ fengum svo formlegt bođskort í febrúar ţar sem okkur var bođiđ á Bessastađi.

Ţegar ég, mamma, pabbi og Helga komum á Bessastađi föstudaginn 3. mars ţá voru margir komnir enda ég ekki eina manneskjan til ađ vinna til verđlauna í ţessari keppni, ţví ţađ eru fyrsta annađ og ţriđja sćti í efstu ţremur hópunum, 7. & 8., 9. & 10. og framhaldsskólaaldur, og svo fyrsta og annađ úr 3.- 6. bekk. Einnig voru flestir verđlaunahafar međ foreldrum sínum og enskukennara.

Eliza Reid, forsetafrúin, tók á móti okkur og viđ söfnuđumst saman í salinn ţar sem fálkaorđurnar eru veittar. Eliza hélt stutta rćđu. Svo kom fulltrúi stjórnar FEKÍ og óskađi verđlaunahöfum til hamingju. Viđ fengum öll viđurkenningu, enska bók og hefti međ öllum verđlaunasögunum. Eftir ţađ var myndataka.

Viđ Eliza spjölluđum svolítiđ en svo bauđ hún öllum ađ skođa húsiđ og fá kleinur, kaffi og djús. Eftir skođunarferđ voru teknar nokkrar myndir ţví ţađ er ekki á hverjum degi sem  ég er bođin á Bessastađi.

Seinna frétti ég ađ forsetinn, Guđni Th. hefđi veriđ á eineltisráđstefnu og ţess vegna ekki veriđ ţarna en ţetta var engu ađ síđur mjög skemmtileg reynsla.“

Viđ óskum Laufeyju Lind til hamingju međ árangurinn.

 


Vefstjóri á skagastrond.is


Til baka
 Nýtt á vefnum

Samţykktir ..
Reglur um stuđning viđ nemendur í framhaldsnámi

Gjaldskrár ..
Gjaldskrá 2018

Sveitarstjórn ..
14. júní 2018Stjórnsýsla
Sveitarstjórn
Fundargerđir
Nefndir og ráđ
Eyđublöđ
Gjaldskrár
Ársreikningar
Reglugerđir
Samţykktir
Skýrslur
Sameiningarmál

Stofnanir
Bókasafn
Félagsheimili
Félags- og skólaţjónusta
Grunnskóli
Hérađsskjalasafn
Leikskóli
Námsstofa
Skrifstofa sveitarfélagsins
Sundlaugin
Slökkviliđ
Sveitarfélagiđ Skagaströnd | Kt. 650169-6039 | Skrifstofa Túnbraut 1-3 | Sími: 455 2700 - Fax: 455 2701 | skagastrond@skagastrond.is


© 2010 HUGMYNDIR