Um Skagaströnd
Árnes, safn
Fréttir
Golfvöllur
Hólaneskirkja
Hitaveita
Húsnćđismál
Höfnin
Íţróttaađstađa
Sagan
Skipulagsmál
Spákonuarfur
Sorphreinsun og
endurvinnsla
Sundlaug
Tenglar
Tjaldsvćđi
Útivera og ferđalög
Mynd vikunnar.

 
Hvaladráp fyrir 100 árum.
Veturinn 1918 var einn hinn kaldasti sem kom á síđustu öld.
Hafís ţakti Húnaflóa ţannig ađ ekki var hćgt ađ sćkja sér björg
úr sjónum. Fólk frá Skagaströnd gat gengiđ á ísnum a.m.k. inn ađ
Laxá í Refasveit án ţess ađ óttast mikiđ ađ detta í vök á milli jaka.
Í ţessu ástandi var ţađ ţví mikiđ fagnađarefni ţegar uppgötvađist ađ fimm
háhyrningar voru fastir í vök fram af Ytri-Ey. Ţeir voru fastir ţar ţví ţeir gátu hvergi
annarsstađar komiđ upp til ađ anda. Hvalirnir voru allir drepnir í vökinni og dregnir
upp á ísinn ţar sem gert var ađ ţeim og fólk gerđi sér mat úr ţeim.
Fólk kom víđa ađ framan úr sveitum til ađ fá kjötbita og fleira sem hćgt var
ađ nýta úr hvölunum. Beinunum og öđru sem ekki var notađ var síđan velt
ofan í vökina aftur. Nokkru síđar uppgötvuđust tveir hnúfubakar í annarri
vök dálítiđ bnorđar. Ţeir voru einnig drepnir og fólk gerđi sér mat úr ţeim.
Á ţessari einstöku mynd er fjöldi manns ađ vinna viđ ađ drepa og gera ađ
öđrum hnúfubaknum úr vökinni. Ein regla var sett á Skagaströnd fyrir ţá sem
gengu inn ađ vökinni en hún var sú ađ menn máttu ekki vera einir á ferđ ţví
ţrátt fyrir allt gat alltaf komiđ fyrir ađ menn fćru niđur úr ísnum.
Ţađ var einmitt ţađ sem kom fyrir mann sem var samferđa ţeim Steingrími Jónssyni
frá Höfđakoti og Ernst Berndsen frá Karlsskála. Nafn mannsins er ekki ţekkt en
hann datt sem sagt í sjóinn gegnum hema yfir smá vök ţegar ţeir ţremenningarnir
voru komnir u.ţ.b. hálfa leiđ frá Skagaströnd inn ađ Eyjarey.
Ernst og Steingrímur drógu manninn upp og fylgdu honum til baka. Stóđ ţađ á
endum ađ hann komst heim ţví ţá voru fötin hans orđin svo stokkfređin ađ
hann var hćttur ađ geta hreyft sig. Ţegar heim kom voru fötin dregin af manninum
og hann háttađur í rúmiđ og heitt vatn í flöskum sett undir sćngina hjá
honum. Ekki varđ manninum meint af slysinu og var kominn á hvalskurđinn
daginn eftir (skráđ eftir munnlegri frásögn Steingíms Jónssonar).
Myndin tók Evald Hemmert.


Vefstjóri á skagastrond.is


Til baka
 


Nýtt á vefnum

Gjaldskrár ..
Álagningarreglur fasteignagjalda 2019

Sveitarstjórn ..
Fundur 18. desember 2018

Sveitarstjórn ..
Fundur 5. desember 2018Stjórnsýsla
Sveitarstjórn
Fundargerđir
Nefndir og ráđ
Eyđublöđ
Gjaldskrár
Ársreikningar
Reglugerđir
Samţykktir
Skýrslur
Sameiningarmál

Stofnanir
Bókasafn
Félagsheimili
Félags- og skólaţjónusta
Grunnskóli
Tónlistaskóli
Hérađsskjalasafn
Leikskóli
Námsstofa
Skrifstofa sveitarfélagsins
Sundlaugin
Slökkviliđ
Sveitarfélagiđ Skagaströnd | Kt. 650169-6039 | Skrifstofa Túnbraut 1-3 | Sími: 455 2700 - Fax: 455 2701 | skagastrond@skagastrond.is


© 2010 HUGMYNDIR