Leikskólinn Barnaból var formlega tekinn í notkun þann 7. júní 1977 en félagsmenn í Lionsklúbbi Skagastrandar stóðu fyrir byggingu hans. Árið 1993 var húsnæðið stækkað um helming. Sveitarfélagið tók upp samstarf við Hjallastefnuna um faglega þætti í rekstri leikskólans Barnabóls 31. júlí 2014, þar sem heimilt var að kalla hann Hjallastefnuleikskóla.
Hjallastefnan tók svo við starfsmannahaldi og öðrum rekstri leikskólans Barnabóls þann 1. janúar 2015 Leikskólinn fylgir skólastefnu sveitarfélagsins og öllu því sem hún felur í sér. Hjallastefnan ábyrgist að gæði leikskólastarfs sé ávallt í samræmi við lög og reglugerðir er lúta að starfsemi leikskóla. Gæði leikskólastarfs skulu einnig uppfylla gæðastaðla Hjallastefnunnar.
Hjallastefnan innheimtir leikskólagjöld samkvæmt gjaldskrá sveitarfélagsins. Heimilt er þó að selja sérþjónustu sem er valkvæð fyrir foreldra.
Gjaldskrá leikskólans er birt undir Gjaldskrár á heimasíðu sveitarfélagsins.