Plokkdagur á Skagaströnd fimmtudaginn 9. maí

Á fimmtudaginn 9. maí, uppstigningardag ætlar Sveitarfélagið Skagaströnd að hafa umhverfis- og plokkdag.

Íbúar eru hvattir til þess að fjölmenna út og plokka rusl á opnum svæðum í sveitarfélaginu og fegra sitt helsta nærumhverfi. 

Gámar fyrir rusl verða sunnan við Oddagötu 12 (rækjan) og á stígnum neðan við Bankastræti. 

Sveitarfélagið býður upp á grillaðar pylsur við Bjarmanes klukkan 13:00.  

Hægt er að nálgast ruslapoka á skrifstofu sveitarfélagsins á opnunartíma og á fimmtudaginn við grillið klukkan 13:00.

Verið öll velkomin.