Vegna þess hve veðurhorfur eru slæmar fyrir laugardaginn 29. og sunnudaginn 30. desember er ekki gert ráð fyrir snjómokstri þessa daga nema neyðartilfelli komi upp.
Veðurspá gerir ráð fyrir miklu norðaustan og síðan norðan hvassviðri með snjókomu sem táknar stórhríð þessa daga. Útlit er fyrir að veðrið skelli á með fullum þunga aðfaranótt laugardags og því er fólki bent á að koma bifreiðum sínum á staði þar sem þeir lenda ekki inni í snjósköflum og/eða geta orðið fyrir skemmdum þegar snjóruðningur hefst.
Útlit er fyrir að veður lægi seinnipart sunnudags og aðfaranótt mánudagsins og gert ráð fyrir að snjómokstur hefjist snemma á mánudagsmorgni 31. desember.
Símanúmer verkstjóra er 861 4267 og ef kalla þarf út björgunarsveit skal hringt í 112
Sveitarstjóri