Sundlaug

Sundlaugin Skagaströnd

Sundlaugin á Skagaströnd er vestast í bænum, örskammt frá Spákonufellshöfða. Laugin er útilaug, lítil og notaleg. Hún er sex metrar á breidd og tólf á lengd og hituð með hitaveitu, nýlega mikið uppgerð. Þetta er lítil en snyrtileg sundaðstaða með góðum búningsklefum og sturtum. Sundgestir hafa nýtt sér hana ómælt yfir opnunartímann.

Landsfræg er orðin sú hefð að gestum í heita pottinum er færður kaffisopi.

Sumaropnun tekur gildi í maí og vetraropnun í september. 

Opnunartími í júní, júlí og ágúst:

  • Virka daga kl. 10-20 laugardaga og sunnudaga kl. 13-17

Opnunartími september - maí 

  • Virka daga kl. 16-20 og á laugardögum kl. 13-17

Gjaldskrá

Líkamsræktarkort gilda einnig í sund
Sundlaugin við Einbúastíg
Sími 452 2806
sundlaug@skagastrond.is