Tónlistarskóli A-Hún

Tónlistarskóli Austur Húnavatnssýslu var stofnaður árið 1971 og kennsla hófst um haustið. Kennslustaðir urðu strax þrír, Blönduós, Húnavellir og Skagaströnd.
Í fyrstu var ráðinn einn kennari við skólann og stundarkennari. Nú starfa fjórir kennarar í fullu starfi. 
Í fyrstu var skólinn rekinn af sveitarfélögunum að 1/3, Tónlistarfélaginu að 1/3 og skólagjöldum að 1/3 en nú er skólinn rekinn af Byggðasamlagi um tónlistarskóla.

Hlutverk tónlistarskóla er að:

  • stuðla að aukinni hæfni nemenda til að flytja, greina, skapa og hlusta á tónlist.
  • búa nemendur undir að geta iðkað tónlist upp á eigin spýtur.
  • stuðla að auknu tónlistarlífi í héraðinu.

Markmið Tónlistarskóla A-Hún. eru:

  • að nemendur öðlist lifandi áhuga á tónlist og tónlistariðkun.
  • að nemendur læri að njóta tónlistar og upplifa hana bæði sem þátttakendur og hlustendur.
  • að námið efli sjálfsmynd og einbeitingarhæfni nemendans og geri hann hæfari til að taka þátt í hvers konar skapandi starfi, hópstarfi eða einstaklingsvinnu.

 

Nánari upplýsingar:

Heimasíða Tónlistarskóla A. Hún: www.tonhun.is

Símanúmer: 452-4180 (Blönduós) og 452-2725 (Skagaströnd)

Netfang: tonhun@tonhun.is