Haldinn verður kynningarfundur á iðnfræðinámi frá Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 23. apríl kl. 14:00 – 16:00. Kynningin fer fram í fjarfundi í Námsstofunni á Skagaströnd, Mánabraut 3, Námsstofunni á Hvammstanga, Höfðabraut 6, Námstofunni Gránugötu 24, Siglufirði og SÍMEY, Þórsstíg 4 á Akureyri og eru allir áhugasamir velkomnir.
Markmið iðnfræðináms HR er að styrkja stöðu nemenda á vinnumarkaði og gera þá hæfari til að takast á við fleiri og fjölbreyttari störf.
Iðnfræðin er í boði hjá tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík og er hagnýtt 45 eininga nám á háskólastigi. Iðnfræði er eingöngu kennd í fjarnámi og er gert ráð fyrir að námið taki þrjú ár samhliða vinnu. Með fullu námi má ljúka iðnfræði á einu og hálfu ári. Skilyrði fyrir inngöngu er iðnmenntun að viðbættri einni önn á frumgreinasviði HR eða sambærilegur undirbúningur.
Námsstofan á Skagaströnd
Hjálmur Sigurðsson