Þann 5. maí 2007 var Landsbankahlaupið endurvakið í tilefni 120 ára afmæli bankans. Þátttakendur og aðrir gestir létu kuldabola ekki hindra mætingu. Alls voru 40 börn á aldrinum 10 - 13 ára sem tóku þátt í hlaupinu. Öll stóðu þau sig vel, fengu verðlaunapening og smágjafir frá bankanum. Þau sem voru í þremur efstu í hverjum árgangi fengu þar að auki bikara.
Boðið var upp á grillaðar pylsur og þorsta svalað að hlaupi loknu. Heitt kaffi var vel þegið af þeim sem það vildu. "Afmælisbitinn" var vinsæll bæði hjá börnum og fullorðnum. Börnin fengu andlitsmálun, sum fengu fiðrildi, önnur ljón og enn önnur KLASSA merkið. Ekki var annað að sjá en að allir færu ánægðir heim, þrátt fyrir kuldahroll og nokkur hvít korn úr lofti. Að lokum minnum við á ljósmyndasýningu Barnabóls í bankanum.