Mynd vikunnar.

Kvenfélagskonur

Þessi mynd var tekin í Fellsborg, líklega einhverntíma á áttunda áratugnum, af prúðbúnum kvenfélagskonum í kvenfélaginu Einingin á Skagaströnd. Efri röð frá vinstri: Jóna Vilhjálmsdóttir, óþekkt, Guðbjörg Guðmundsdóttir, Birna Jónsdóttir Blöndal, Elísabet Árnadóttir í Réttarholti, María Konráðsdóttir úr Sænska húsinu, Anna Halldórsdóttir Aspar úr Stórholti, Guðmunda Sigurbrandsdóttir, Hjördís Sigurðardóttir og Friðbjörg Oddsdóttir. Fremri röð frá vinstri: Soffía Lárusdóttir, Margrét Konráðsdóttir kaupkona í versluninni Borg, Guðrún Helgadóttir Karlsskála, Karla Helgadóttir Ásbyrgi, Guðrún Teitsdóttir ljósmóðir í Árnesi, Soffía Sigurðardóttir frá Njálsstöðum, Halldóra Pétursdóttir úr Höfðakoti og Helga Berdsen Karlsskála. Ef þú þekkir konuna sem er önnur frá vinstri í efri röðinni vinsamlegast sendu okkur þá athugasemd á myndasafn@skagastrond.is