Mynd vikunnar.

 

Síldarbræðsla
Síldarbræðsla í fullum gangi í verksmiðjunni á Skagaströnd.
Myndin var líklega tekin kringum 1950.
Gufuketill verksmiðjunnar var kyntur með svartolíu en ketillinn var í
rými lengst til hægri í húsinu til vinstri og svartur reykurinn fór út í
andrúmsloftið gegnum stóra skorsteininn. Þaðan var gufan leidd í næsta
rými hússins og látin knýja túrbínu til rafmagnsframleiðslu fyrir
verksmiðjuna. Síðan var gufan leidd áfram neðanjarðar yfir í verksmiðjuhúsið
þar sem hún var notuð til að sjóða síldina.
Úr síldinni var svo unnið mjöl og lýsi. Mjölinu var blásið yfir í stóru skemmuna
gegnum rörið sem sést á myndinni milli veksmiðjuhússins og skemmunar.
Lýsinu var aftur á móti dælt í tank sem stóð upp við Höfðann rétt norður
af frystihúsi Hólaness hf. Næst okkur á myndinni eru leyfar gömlu bryggjunnar
sem var rétt austan við Hólsnefið.
Bryggjuna byggðu sjómenn á Skagaströnd 1922 með styrk frá Verslunarfélagi Vindhælinga.
Senda upplýsingar um myndina