Mynd vikunnar.

 


Nes listamiðstöð 10 ára

Um þessar mundir (júní 2018) eru liðin tíu ár síðan
Nes listamiðstöðin tók til starfa. Á þessum tíu árum
hafa hundruð listamanna allstaðar að úr heiminum
dvalið á Skagaströnd um lengri eða skemmri tíma til að
vinna að hugðarefnum sínum.

Í hverjum mánuði hefur verið haldið opið hús í miðstöðinni þar sem sýnt
er hvað listamennirnir eru að skapa hverju sinni.
Oft hefur það komið íbúum Skagastrandar á óvart hvað listamennirnir
koma auga á í hversdagsleikanum. Þessi mynd er dæmi um efnivið í
listaverk eftir Marian Bijlenga sem við íbúarnir gengum framhjá án þess
að virða viðlits. Marian dvaldi í Nesi í júlí 2008 og var því ein af fyrstu
listamönnunum sem þar dvöldu.

Til að halda upp á afmæli Ness verður boðið upp á margs konar uppákomur
um helgina 23. og 24. júní þar sem allir eru boðnir velkomnir til að koma
og njóta veitinga og lista í listamiðstöðinni og í Bjarmanesi.

Senda upplýsingar um myndina