Þáttur upplýsingavers í skólastarfi

Námskeið um þátt upplýsingavers í skólastarfi var haldið á vegum Fræðsluskrifstofunnar þriðjudaginn 29. apríl s.l. í Fellsborg á Skagaströnd. Á námskeiðinu kynntu kennararnir Fríða S. Haraldsdóttir og Margrét Sólmundsdóttir starf sitt í Laugalækjarskóla en þær hafa búið til afar spennandi verkefni með öðrum kennurum skólans. Verkefnin eru byggð upp á fjölbreyttri notkun upplýsingatækni og hafa skilað góðum árangri og nemendur jafnframt verið mjög ánægðir. Eru þessi verkefni meðal annars notuð í 10. bekk eftir að samræmdum prófum lýkur á vorin. Sýndu þær þátttakendum fjölmörg sýnishorn af vinnu nemenda þeirra og vöktu þau verðskuldaða athygli.

 

Guðjón Ólafsson, fræðslustjóri