Vefmyndavélar
Upplýsingagjöf
Við höfnina á Skagaströnd eru vefmyndavélar sem birta myndefni beint á heimasíðu sveitarfélagsins. Um er að ræða sjónvarpsvöktun sem fer fram í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga („persónuverndarlög“) og reglur nr. 50/2023 um rafræna vöktun. Hér er að finna upplýsingar sem sveitarfélaginu ber að veita einstaklingum samkvæmt persónuverndarlögum.
Tilgangur og lagagrundvöllur
Myndefni frá höfninni er birt á heimasíðu sveitarfélagsins til upplýsinga fyrir almenning. Með vefmyndavélunum geta til dæmis smábátaeigendur fylgst með bátum sínum, veðri og sjólagi eins og það er hverju sinni við höfnina. Umrædd birting styðst við heimild í 7. gr. a. hafnalaga nr. 61/2003.
Aðgangur að myndefni
Vefmyndavélar við höfnina á Skagaströnd birta myndefni beint á heimasíðu sveitarfélagsins sem er aðgengileg öllum.
Varðveislutími myndefnis
Vefmyndavélar við höfnina á Skagaströnd taka ekki upp og er því ekkert myndefni varðveitt. Einungis er um beint streymi að ræða á heimasíðu sveitarfélagsins.
Persónuverndarfulltrúi
Sveitarfélagið Skagaströnd hefur tilnefnt persónuverndarfulltrúa í samræmi við persónuverndarlög. Persónuverndarfulltrúi sveitarfélagsins er Karl Hrannar Sigurðsson. Þeir sem koma fyrir á myndefni og hafa frekari spurningar um vefmyndavélar á höfninni geta sent erindi á Karl í gegnum netfangið personuvernd@skagastrond.is.
Eftirlitsaðili
Persónuvernd hefur eftirlit með því að sjónvarpsvöktun fari fram í samræmi við ákvæði persónuverndarlaga. Sá kemur fyrir myndefni getur lagt fram kvörtun hjá Persónuvernd ef hann telur sveitarfélagið fara gegn ákvæðum persónuverndarlaga. Nánari upplýsingar um Persónuvernd má finna á vef stofnunarinnar, www.personuvernd.is.
Ábyrgðaraðili
Sveitarfélagið Skagaströnd er ábyrgðaraðili sjónvarpsvöktunar sem viðhöfð er á höfninni í sveitarfélaginu.
Samskiptaupplýsingar ábyrgðaraðila: