Auglýsing um deiliskipulag Skagaströnd

 

Tillaga að deiliskipulagi Ægisgrund, Skagaströnd; lóðir opinberra bygginga  
 
Hreppsnefnd Höfðahrepps auglýsir hér með skv. 25. gr. skipulags- og bygg­ingar­laga nr. 73/1997 með síðari breytingum, tillögu að deiliskipulagi Ægisgrund Skagaströnd, lóðir opinberra bygginga.

Á lóð Ægisgrundar 2-12 hafa verið íbúðir aldraðra og verður þar engin breyting á. Á lóð Ægisgrundar 14 hefur verið starfrækt dvalarheimili aldraðra og verður áfram, en að auki mun heilsugæslustöð flytja starfsemi sína í viðbygginu sem fyrirhuguð er.

Í tillögunni er markaður byggingarreitur fyrir viðbyggingu, lóðarmörk dregin, grein gerð fyrir bílastæðum og byggingarskilmálar settir fram.

Tillöguuppdrættir munu liggja frammi í skrifstofum Höfðahrepps, Túnbraut 1-3 á Skagaströnd til miðvikudagsins 10. ágúst 2005.

Athugasemdum skal skila á skrifstofu Höfðahrepps fyrir kl. 16.00 miðvikudaginn  24. ágúst 2005 og skulu þær vera skriflegar. Þeir sem ekki gera athugasemd inn­an þessa frests teljast samþykkir tillögunni.