28.04.2004
Síðasta vetradag bar vel í veiði hjá börnunum á
Barnabóli. Ísak Karl 6 ára og pabbi hans, hann Tryggvi
komu með nokkuð af veiðinni á Arnari HU-1 í
leikskólann til að sýna börnunum.
Fiskarnir voru af mörgum stærðum og gerðum. Þorskur,
skata, skötuselur, gulllax, háfur og pétursskip komu
upp úr pokanum ásamt fleiri furðudýrum. Vinsælastur
var háfurinn, hann var svo stór og skrýtinn, en
skötuselurinn var samt ljóstastur. Eins og myndirnar
bera með sér var þetta vinsæll viðurburður og þökkum
við Ísaki Karli og pabba hans kærlega fyrir hugulsemina.
Helga Bergsdóttir leikskólastjóri