5. júní 2013 var haldið opið hús hjá Nes listamiðstöð eins og gert er mánaðarlega. Þetta skipti var óvenjulegt að því leyti að það var haldið niður við verksmiðjuskorsteininn. Það kom til af því að þá var meðal annars "vígð" veggmyndin sem listamaðurinn Guido Van Helten hafði málað á austurvegg Ketilhússins. Annað sem boðið var upp á var að setjast einn með sjálfum sér inn í skorsteininn og hlusta þar á slökunartónlist í nokkrar mínútur. Á myndinni er Árni Geir Ingvarsson að prófa slökunina.
Ljósmyndasafn Skagastrandar