Þessi mynd var tekin á lokaballi unglinganna í Höfðaskóla 27. maí 2010 í Kántrýbæ. Þá völdu krakkarnir, til gamans, hina ýmsu fulltrúa eins og sjá má á myndinni. Útnefningarnar áttu að vera lýsandi fyrir hegðun og framkomu viðkomandi yfir veturinn. Á myndinni eru í fremri röð: Sigurlaug Máney Sæmundsen sem valin var "Krútt" ársins og einnig "Ungfrú stríðin". Hjá henni er Ívan Árni Róbertsson sem valinn var "Herra stríðinn". Í aftari röð eru frá vinstri: Stefán Velemir "Kóngur" ársins, Telma Dögg Bjarnadóttir "Drottning" ársins, Eva Dís Gunnarsdóttir "Ljóska" ársins og "Herra skellur", Erna Björgvinsdóttir "Herra lítill" og Alma Dröfn Vignisdóttir "Prinsessa" ársina og "Ungfrú Sól".
Ljósmyndasafn Skagastrandar