Adolf J. Berndsen |
Adolf Jakob Berndsen verður jarðsunginn frá Hólaneskirkju föstudaginn 7. september næstkomandi klukkan 14:00 Með Adolf er fallinn frá öflugur forystumaður í málefnum samfélagsins á Skagaströnd. Maður sem tróð slóðina til að auðvelda okkur hinum leiðina til aukinnar hagsældar og velferðar. Hann þjónaði í hreppsnefnd um árabil og var oddviti nefndarinnar í 12 ár. Adolf var eindreginn baráttumaður fyrir því sem hann taldi rétt og sanngjarnt og lét þá ekki hlut sinn fyrir neinum hvort sem um var að ræða ráðherra í ríkisstjórn eða gagnrýnendur sína hér heima. Fyrst og fremst var hann þó fjölskyldumaður sem setti velferð barna sinna og barnabarna ávallt í fyrsta sæti. Aðstandendum er vottuð samúð nú þegar Adolf hverfur inn í ljósið eftir erfið veikindi í nokkur ár. |