27.11.2003
Það vill oft vefjast fyrir fólki að setjast niður og skrifa ritgerð,
nokkuð sem er stór hluti af öllu námi. Mörgum finnst þetta jafnvel
óyfirstíganleg hindrun, ekki síst eftir langt hlé frá námi. Í þessu
eins og öðru er ekki til nein töfralausn en það hjálpar að hafa í huga að
nauðsynlegt er að vinna ritgerðir í þrepum.
Þessi þrep eru að:
- Ákveða efnið (oftast í samráði við kennara).
- Ræða um efnið við alla sem nenna að hlusta og gefa góð ráð.
- Skrifa niður lykilorð fyrir hvern kafla ritgerðarinnar.
- Gera uppkast.
- Lesa yfir uppkastið og bera það undir einhvern sem er tilbúinn að
veita uppbyggilega gagnrýni.
- Skrifa textann í ritvinnslu/word
- Endurskoða inngangs-og lokaorð.
- Lesa vel yfir textann og nota stafsetningarleiðréttingarforrit, ef það er í
tölvunni eða fá einhvern til að lesa ritgerðina yfir.
- Muna eftir forsíðu og setja efnið í snyrtilega möppu.
Gangi ykkur vel.