Listamennirnir í Nes-listamiðstöðinni verða með opið hús á laugardaginn frá kl. 14 til 18. Ben Kingsley frá Bandaríkjunum ætlar að vera með margmiðlunarverkefni og filma fjölda manns sem hrópar hina amerísku upphrópun „Yee-Haw“. Það útleggst á voru ástkæra og ylhýra sem „Jí-ha“. Merkingin er dularfull en án efa fjölbreytt enda er þetta notað í alls kyns kringumstæðum, meðal annars hefur það oft heyrst í kábojmyndum. Ekki eru gerðar neinar sérstakar kröfur um klæðnað í tilefni dagsins.
Klukkan 18 mun rússneski rithöfundurinn Ivetta Gerasimchuk lesa upp úr verkum sínum á ensku í Kántrýbæ. Mðal annars mun hún lesa það sem hún hefur skrifað á Skagaströnd, þar á meðal „Óðinn til Skagastrandar“ í máli, myndum og tónlist.
Átæða er til að hvetja fólk til að hitta septemberfólkið í Nes- listamiðstöðinni en þau eru kát og hress og líkar greinilega lífið hér á Skagatrönd. Þess ber auðvitað að geta að listamennirnir eru margir nokkuð þekktir í heimalöndum sínum.