Sveitarfélagið hlýtur 5 milljón króna styrk úr Orkusjóði

Í vor auglýsti Orkusjóður eftir styrkjum samkvæmt áherslum stjórnvalda í orkuskiptum.

Fimm áhersluatriði voru í auglýsingunni; bætt orkunýting, minnkun olíunotkunar í iðnaði, raf- og lífeldsneyti og metan, hleðslustöðvar fyrir samgöngur og orkuskipti í haftengdri starfsemi.

Sveitarfélagið Skagaströnd sótti um styrk í flokknum "Hleðslustöðvar fyrir samgöngur" og hlaut kr. 5.000.000,- styrk úr sjóðnum.

Stefnt er á að uppsetning stöðvanna klárist á árinu. 

Sveitarstjóri