Í mörg horn er að líta þegar vorar á Skagaströnd. Unnið hefur verið að jarðvegskiptum vegna gámaplans sem mun gjörbreyta allri aðstöðu til móttöku á sorpi í bænum. Á meðfylgjandi mynd má sjá starfsmenn Sorphreinsunar Vilhelms við störf sín.
Þessa dagana er verið að skipta um þak á gamla frystihúsið á Hólanesi enda er það gamla orðið ónýtt. Trésmiðja Helga Gunnars tók að sér verkið og á mynd sem fylgir sést hversu viðamikið verkefnið er.
Vorhugur er í mönnum á Skagaströnd og nóg að gera. Sumir sinntu viðhaldi gatna en aðrir sáu um snyrtingu á leiðum í kirkjugarðinum. Og sumarið kemur sunnan yfir sæinn, sólin vermir loftið og bærinn lifnar við.