Námskeiðið var tvískipt. Fyrir hádegi kynnti Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir, ráðgjafi, hvað vinnst við að gerast þátttakandi í verkefninu:“ Heilsueflandi skóli. „
Heilsueflandi skóli :
· Stuðlar að góðri heilsu og líðan nemenda og starfsfólks skólans.
· Bætir námsárangur
· Heldur á lofti félagslegu réttlæti og jafnréttissjónarmiðum
· Stuðlar að öruggu skólaumhverfi
· Tengir saman heilsu- og menntamál
· Tekur á heilsu og vellíðan alls starfsfólks skólans
· Fléttar heilsumálin saman við daglegt skólalíf, námskrá og árangursmat
· Setur sér raunhæf markmið sem byggja á nákvæmum upplýsingum og traustum vísindalegum gögnum
Eftir hádegi fræddi Auður Pálsdóttir, Menntavísindasviði Háskóla Íslands okkur um sjálfbærni og menntum
· Kynnt voru hugtökin sjálfbær þróun og sjálfbærnimenntun
· Sagt var frá hvaðan þau koma inn í íslenska aðalnámskrá
· Fjallað um hvaða áhrif þau hafa á skipulag skólastarfsins, bæði inntak og aðferðir.
· Í hópvinnu var rætt og gerðar tillögur um hvernig megi vinna að sjálfbærnimenntun
Námskeiðið var skipulagt af skólastjórum grunnskólanna og Fræðsluskrifstofu A-Hún. og haldið í félagsheimilinu á Blönduósi.
Þátttakendur voru 100 og lýstu þeir mikilli ánægju með daginn.
Mynd: Þátttakendur og leiðbeinendur.