Námskeið um húmor og gleði í stjórnun var haldið 18. ágúst að Húnavöllum. Námskeiðið hafði það meginmarkmið, eins og öll námskeið Fræðsluskrifstofunnar, að gera starfsfólk skólanna hæfara til að gera nemendur góða og fróða. Að hafa tök á að nota húmor og gleði í skólastarfi getur hjálpað til að ná því háleita markmiði. Sjötíu og sex kennarar grunnskólanna í Húnavatnsþingi sóttu námskeiðið.
Kennari á námskeiðinu var Edda Björgvinsdóttir, listamaður sem segir: "Húmor í lífinu er á allan hátt uppbyggilegur og nærandi. Húmor er heilsubót og með húmor er hægt að auðvelda hvers kyns mannleg samskipti, leysa hin fjölbreyttustu vandamál og minnka streitu. Fjöldi rannsókna sýnir að það er mælanlegur ávinningur af því þegar stjórnendur nota húmor markvisst og meðvitað.
Húmor eykur gleði á vinnustað, bætir líðan fólks, eykur starfsánægju og sköpunarkraft“.
Þátttakendur skemmtu sér vel, eins og myndirnar sýna og lærðu mikið og eru væntanlega betur í stakk búnir að hefja krefjandi starf með gleði.
Guðjón E. Ólafsson, fræðslustjóri