Hugo Þórisson sálfræðingur kemur og heldur fyrirlestur í Félagsheimilinu á Blönduósi 19.febrúar kl 19:30 sem nefnist „Hollráð Hugos samskipti foreldra og barna“.
Hugo hefur starfað að málefnum barna og foreldra í yfir 33 ár. Hann hefur haldið fjöldamarga fyrirlestra og námskeið sem miða að því að fræða foreldra um samskipti þeirra við börn sín. Hann er höfundur bókarinnar Hollráð Hugos og DVD disksins Samskipti foreldra og barna. Hann hefur einn komið að gerð tveggja sjónvarpsþátta á Stöð2.
Við hvetjum sem flesta til að mæta á samkomuna svo að sem flestir geti notið þess að hlusta og haft gagn og gaman að þessum áhugaverða fyrirlestri.
Léttar veitingar verða í boði.
Verð aðeins 1.500 kr.