Fyrirhugaðir eru tónleikar í tilefni af að eitt hundrað ár eru liðin frá fæðingu Jónasar Tryggvasonar. Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps flytur lög eftir Jónas og frumflutt verða tvö ný lög við ljóð Jónasar. Þá mun Ingi Heiðmar Jónsson flytja minningabrot úr æfi Jónasar. Einnig mun Valgarður Hilmarsson fara yfir sögu Tónlistarskóla A-Hún og tónlistarfólk sem hóf nám við skólann og hafa helgað sig tónlist að meira eða minna leyti, svo og núverandi nemendur skólans flytja tónlist ásamt kennurum skólans.
Hátíðin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands- vestra.
Tónleikarnir verða í Blönduóskirkju kl 15oo laugardaginn 12 nóv. næstkomandi að lokinni dagskrá þar verður boðið upp á kaffi og meiri tónlist í boði Tónlistarskólans í Félagsheimilinu á Blönduósi.
Fyrir hönd Tónlistarskólans og undirbúningsnefndar.