Mánudaginn 23. apríl var haldið, á vegum Fræðsluskrifstofunnar, námskeið sem bar yfirskriftina "Námsmat sem námshvati".
Leiðbeinandi og umsjónarmaður var Sigrún Björk Cortes, kennari. Fyrirlesari varpaði fram mörgum áhugaverðum spurningum sem vöktu til umhugsunar og umræðna. Dæmi um spurningar sem leitast var við að svara: Til hvers námsmat? Hvað segir í Aðalnámskrá grunnskóla um námsmat? Er rétt að meta einungis nemendur? Hver er stefnan í þínum skóla? Einnig var nokkur tími notaður til að ræða kosti samkennslu í skólastarfi.
Myndir: þátttakendur að störfum og uppstilltir