„Við sjálf og stytturnar í bænum“

 Listsýning barnanna á Barnabóli Skagaströnd

 í Landsbanka Íslands.

                       

         Þema árlegrar listsýningar barnanna á Barnabóli í Landsbankanum er að þessu sinni helguð styttum bæjarins.  Börnin á eldri deildinni byrjuðu á að skoða listaverkabók og styttuna póstdrenginn og björnin sem eru til á leikskólanum. Síðan var farið út í bæ að leita að og skoða styttur en það fundust engar styttur í bænum okkar. Aftur á móti fundu börnin fullt af  alls konar minnismerkjum t.d. totem-indjánasúlu sem indjánar staðarins nota trúlega sem tilbeiðslutákn. Þau fundu minnismerki um drukknaða sjómenn og það varð uppspretta mikilla vangaveltna um lífið og tilveruna. Börnin fundu hestastein og einn drengurinn er viss um að þar sé grafinn hestur og að þetta sé hestalegsteinn, að lokum fóru þau í útbæinn og sáu Semingssteininn.  

Það er því ljóst að það er fullt af listarverkum í umhverfi okkar þó rómverskar styttur finnist þar ekki.  Og til að bæta úr þessu brugðu börnin yfir sig hvítu laki, settu sig í styttustellingar og síðan voru teknar myndir af þeim.   

 

Yngri börnin stilltu sér upp sem prófílstyttur við spegill og síðan var tekinn „tvöföld mynd“  af þeim og nú er það ykkar, gestir góðir, að ráða í hvaða ungu Skagstrendingar þetta eru um leið og þið skoðið sýninguna.   

                                     

 

Verði velkomin á styttusýningu leikskólabarna í                        Landsbankanum á Skagaströnd

 

                             Krakkarnir og starfsfólk leikskólans Barnabóls