2+2=4?

Þann 2. nóv. s.l. var haldin á vegum Fræðsluskrifstofunnar málstofa um Kennslu í stærðfræði. Tuttugu og einn kennari grunnskólanna í Húnavatnssýslum mættu til að bera saman bækur sínar. Farið var yfir nýjustu áherslur, aðferðir, námsefni, námsmat  og verkefni tengt kennslu greinarinnar. Málstofan byggðist á verkefnaskiptum og umræðum um mismunandi leiðir í kennslu námsefnisins. Umsjónarmaður  málstofunnar var Sigríður Adnegaard, aðstoðarskólastjóri. Málstofan var haldin í Grunnskólanum á Blönduósi. Kennararnir voru mjög ánægðir með fundinn og ákváðu að halda samstarfi áfram, með því að hittast og hafa samskipti á netinu.

Mynd Allir þátttakendur, Leiðbeinandi og fræðslustjóri standandi