Rúmlega tvöhundruð manns komu á opið hús í Nes-listamiðstöðinni.
Listamenn sem dvalið hafa þar í júlí buðu á sunnudaginn gestum og gangandi að líta við og skoða það sem þeir hafa unnið að.
Listmennirnir voru afar ánægðir með aðsóknina og ekki síður undirtektir gesta. Skemmst frá að segja tókst þetta gríðarvel, gestir spjölluðu við listamennina og sköpuðust oft skemmtilegar samræður.
Mikið líf var í bænum því einnig var fullt út úr dyrum á kaffihúsinu Bjarmanesi og sömuleiðis kom fjöldi fólks í Kántrýbæ.
Þessir listamenn tóku þátt í opnu húsi:
Marian Bijlenga, myndlistarmaður frá Hollandi Jade Boyd, myndlistarmaður frá Ástralíu
Ger Clancy, skúlptúrlistamaður frá Írlandi
Wendy Crockett ljósmyndari frá Kaliforníu
Guðrún Benónýsdóttir, myndlistarmaður
Halldór Árni Sveinsson, málari og kennari
Jon Mertz, skúlptúrlistamaður frá Sviss og Magnús V. Guðlaugsson, myndlistarmaður
Listamennirnir halda nú hver til síns heima. Þeir biðja fyrir kveðjur til bæjarbúa og þakka fyrir sýndan áhuga á verkum þeirra og frábært viðmót og vinsemd allra í bænum. Öll ætla þau að koma til Skagastrandar aftur - sum jafnvel strax næsta sumar. Og nýr hópur er nú á leiðinni til dvalar í ágúst í Nes-listamiðstöðinni.