24 á námskeiði Nes-listar

Þrefalt fleiri skráðu sig á þriggja daga námskeið sem Halldór Árni Sveinsson, málari og kennari, bauð Skagstrendingum upp á í síðustu viku. Hann hafði reiknað með átta manns en tuttugu og fjórir skráðu sig sem væntanlega er til merkis um mikinn listrænan áhuga í bænum. 

Fréttin hafði spurst út og fólk kom jafnvel á námskeiðið frá Blönduósi og sveitunum í kring.

 

Halldór hafði hugsað sér námskeiðið sem nokkurs konar þakklætisvott til Skagstrendinga fyrir dvölina í Nes-listamiðstöðinni í júlí. Hér hefur hann dvalið og málað náttúruperlur í nágrenninu og greinilega kunnað ákaflega vel við sig. Halldór verður með sýningu á verkum sýnum í Kælinum í listamiðstöðinni frá 9. ágúst og fram yfir Kántrýdaga sem verða 15. til 17. ágúst.

 

Namskeiðið mæltist afar vel fyrir og vonast aðstendendur Ness að hægt verði að bjóða fleiri námskeið í listsköpun í framtíðinni. 

Meðfylgjandi mynd tók Árni Geir Ingvarsson.