Erna Ósk Björgvinsdóttir, Indriði T. Hjaltason og Ingvar Páll Hallgrímsson úr Höfðaskóla komust í úrslit í undankeppni Stærðfræðikeppni FNV og grunnskóla á Norðurlandi vestra. Þremenningarnir eru allir í 9. bekk.
Alls tóku 118 nemendur úr öllum grunnskólum á Norðurlandi vestra þátt og 16 þeirra komust í úrslit.
Grunnskólarnir sáu um fyrirlögn verkefna, en stærðfræðikennarar við FNV sáu um samningu verkefna og yfirferð þeirra.
Úúrslitakeppnin fer fram fram laugardaginn 24. apríl kl. 11:00 í Bóknámshúsi FNV á Sauðárkróki.