30 ára afmæli leikskólans 7. júní 2007

Leikskólinn Barnaból á Skagaströnd var formlega opnaður 7. júní 1997. Það voru félagar úr Lionsklúbbi Skagastrandar sem höfðu forgöngu um að byggja leikskóla og unni þeir mikið sjálfboðaliðastarf við að fjármagna bygginguna og koma húsinu upp. Höfðahreppur kom síðan að verkinu og hefur verið rekstraraðili leikskólans frá fyrstu tíð.  Árið 1996 var tekin í notkun rúmlega helmings stækkun við leikskólann. Á leikskólanum eru nú tvær aldursskiptar deildir og nöfn þeirra og ýmissa rýma eru eftir gömlum húsum á Skagaströnd svo sem Sæból, Lundur og Höfðakot. Aldur leikskólabarna við inntöku hefur smátt og smátt verið að lækka og frá með 14. ágúst 2007 verða tekin inn börn frá 16 mánaða aldri. Í dag er leikskólinn einsetinn þ. e. öll börnin koma að morgni og fara heima eftir mislangann dvalartíma.

 

Í tilefni af 30 ára afmæli Barnabóls var haldin vegleg afmælishátíð á leiksólalóðinni og sýninga inni á verkum barnanna. Hátíðin hófst kl. 16 í blíðskaparveðri fimmtudaginn 7. júní og kom fjöldi gesta sem fagnaði þessum merku tímamótum með okkur.  Það var glatt á hjalla, fluttar nokkrar ræður,  nemendakór leikskólans saung og þó að þau allra yngstu væru feimin að standa fyrir framan gestina þá fengu þau bara pabba eða mömmu til að standa hjá sér meðan á söngnum stóð. Eldri börnin sýndu flottar leikfimiæfingar sem þau hafa verið að læra í vetur. Síðan var öllum boðið upp á hina marglofuðu skúffuköku Ásthildar, kaffi og djús sem Vífilfell gaf okkur .

 

Skólanum bárust margar góðar afmælisgjafir, Höfðahreppur  gaf skólanum ½ sett af einingarkubbum. Kvenfélagið Eining og Lionsklúbbur Skagastarndar færðu peningagjafir til leikfangakaupa. Foreldrafélag leikskólans gaf nýja stafræna myndavél. Guðjón fræðslustjóri á Skólaskrifstofunni og Jóhanna leikskólastjóri á Barnabæ færðu starfsmönnum glaðning og sama gerði starfsmennafélag Höfðaskóla.

Við þökkum kærlega fyrir góðar gjafir og öllum þeim sem glöddu okkur með nærveru sinni og hlýhug í garð leikskólans á þessum hátíðisdegi.   

 

Nemendum okkar sem nú yfirgefa leikskólann og fjölskyldum þeirra þökkum við kærlega fyrir samveruna á liðnum árum og óskum þeim alls hins best í framtíðinni. Um leið bjóðum við nýja nemendur og foreldra þeirra velkomna til starfs og leiks.

 

Sumarfríslokun Barnabóls verður frá mánudeginum 9. júlí til mánudagsins 13. ágúst 2007. 

 

Með óskum um skemmtilegt sumarfrí

 

Þórunn Bernódusdóttir

Leikskólastjóri og starfsmenn Barnabóls