Morgunblaðið segir frá því í dag að 5.360 kíló af kvenfólki hafi vigtað sig í einu hóp á hafnarvoginni á Skagaströnd vegna átaks sem nú stendur yfir hjá konum í bænum. Meðaltalið er því tæp 77 kg sem út af fyrir sig er nú ekki svo ýkja mikið.
Í frétt Óla Benna segir eftirfarandi:
„70 konur eru skráðar á námskeiðið „Á réttri leið – bætt heilsa, betri líðan“ en það mun standa yfir í tíu vikur undir leiðsögn fjögurra kvenna á Skagaströnd.
Nálægt 40% kvenna á aldrinum 18 ára og eldri, búsettra á Skaga- strönd, eru með í fjölbreyttu átaki til að bæta heilsu sína og líðan. Konurnar fjórar sem leiða hópinn eru iðjuþjálfi, Pilates- og jógakennari, hjúkrunarfræðingur og þroskaþjálfi. Konurnar mæta í alls konar leikfimi þrjá daga í viku og fá auk þess ýmsa fræðslu um hollt og gott mataræði og margt annað sem stuðlar að bættri heilsu og meiri lífsfyllingu. Þannig hafa konurnar hist á „smökkunarkvöldi“ þar sem þær skiptust á uppskriftum að hollusturéttum og smökkuðu hver hjá annarri.
Meðal markmiða kvennanna með átakinu er að grenna sig og styrkja og því mættu þær á hafnarvogina til að vita hvað hópurinn væri þungur samanlagt í upphafi átaksins. Ætlunin er að vigta hópinn aftur undir lok námskeiðsins til að sjá hvaða árangri konurnar hafa náð í sameiningu. Hópurinn hefur náð samningi við Samkaupsverslunina á staðnum um að veita þátttakendum 10% afslátt af grænmeti og ávöxtum næstu tíu vikur og ætti það að ýta enn frekar undir að góð- ur árangur náist í baráttunni við aukakílóin.“