Fyrsti tíminn í heilsuátaki kvenna á Skagaströnd var í gær. Slagorð átaksins er „
Á réttri leið, bætt heilsa - betri líðan“. Mikill áhugi er fyrir námskeiðinu og mættu tæplega fimmtíu konur á undirbúningsfundinn og 58 tóku þátt í fyrsta tímanum í íþróttahúsinu.
Vitað er um fleiri sem áhuga hafa á því að mæta og eru þær hvattar til að koma í næsta tíma. Leiðbeinendur eru Skagstrendingarnir; Andrea Kasper, Sigrún Líndal, Helga Aradóttir og Sigríður Stefánsdóttir.
Tímarnir eru skiptast í pilates, stöðvaþjálfun, styrktaræfingar, jóga, zumba og þolfimi. Hvað þetta allt stendur fyrir kemur í ljós í tímunum.
Námskeiði er klukkustund í hvert sinn og er kennt á þessum dögum:
- Þriðjudagar kl 18 - 19
- Miðvikudagur kl. 18 - 19
- Fimmtudagar kl. 17:30 til 18:30
Konur eru hvattar til að hafa eftirfarandi með í hvern tíma:
- Vatn
- Harndklæði
- Jógadýnu (ef hún er til)
- Þægileg föt í pilates og jóga
- Góða skó (þarf ekki skó í jóga og pilates)