Aðalskipulag Skagastrandar 2019-2031 - Vinnslutillaga
Sveitarsstjórn Skagastrandar hefur síðustu mánuði unnið að heildarendurskoðun aðalskipulags Skagastrandar. Meginástæður endurskoðunarinnar var að skipulagstímabil núgildandi aðalskipulags var að ljúka, ný ákvæði skipulagslaga og reglugerðir hafa tekið gildi, landsskipulagsstefna hefur verið staðfest og breyttar forsendur sem kallar á nýja stefnumótun varðandi skipulag sveitarfélagsins.
Við endurskoðunina var einnig litið til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og þeim forgangsraðað innan tiltekinna málaflokka aðalskipulagsins.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagastrandar hvetur íbúa, hagsmunaaðila og alla þá sem hafa athugasemdir og ábendingar um vinnslutillögu aðalskipulagsins til að skila þeim til sveitarfélagsins fyrir 22. mars 2021. Þess er óskað að athugasemdir og ábendingar berist til sveitarfélagsins í tölvupósti á netfangið skagastrond@skagastrond.is
Sveitarstjóri