Aðalskipulag Skagastrandar 2019-2031

Aðalskipulag Skagastrandar 2019-2031

Sveitarstjórn Skagastrandar hefur hafið vinnu við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins.  Haldinn var kynningarfundur um verkefnið 15. nóvember 2018 þar sem íbúum var gefinn kostur á að koma hugmyndum sínum á framfæri. Nú er kynnt lýsing skipulagsverkefnisins þar sem gerð er grein fyrir helstu viðfangsefnum aðalskipulagsins, áherslum sveitarstjórnar auk upplýsinga um fyrirhugað skipulagsferli. Gert er ráð fyrir að vinna við aðalskipulagið verði í gangi fram eftir árinu 2021 og munu gefast nokkur tækifæri til að koma upplýsingum og sjónarmiðum á framfæri.

Lýsinguna má nálgast hér.

 

Sveitarstjóri