Sveitarstjórn Skagastrandar samþykkti 26. ágúst s.l. tillögu að aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagastrandar 2010-2022.
Skipulagsuppdrættir, greinargerð og umhverfisskýrsla voru til sýnis á skrifstofu Sveitarfélagsins Skagastrandar, Túnbraut 1-3 frá 25. maí til 22. júní 2010 með fresti til að skila inn athugasemdum til 7. júlí 2010. Ennfremur var tillagan til sýnis hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík og á heimasíðu sveitarfélagsins, www.skagastrond.is.
Tvær athugasemdir bárust vegna tillögu að tilfærslu Skagastrandarvegar. Athugasemdirnar gáfu ekki tilefni til breytinga á tillögunni og hefur hún verið send Skipulagsstofnun sem gerir tillögu til umhverfisráðherra um lokaafgreiðslu tillögunnar. Greinargerð með athugasemdum og umsögnum um þær eru inn á heimasíðu sveitarfélagsins (
sjá hér).
Þeir sem óska eftir nánari upplýsingum um tillöguna og niðurstöður sveitarstjórnar geta snúið sér til sveitarstjóra Skagastrandar.
Sveitarstjóri