Eins og þið hafið kannski frétt verður haldið ættarmót “Kárastaðaættarinnar”, þ.e. afkomenda Sigurbjargar Sigurbjarnardóttur, sem bjó lengi vel á Kárastöðum á Skagaströnd með tveimur sona sinna, og Kristjáns Kristjánsdóttur, mannsins hennar, í félagsheimilinu ykkar þann 1. og 2. júlí í sumar.
Ég held úti vefsíðu á meðan á undirbúningi ættarmótsins stendur, á vefslóðinni http://karastadir.blogspot.com/ , með upplýsingum, myndum, tilkynningum og fleiru tengdu ættarmótinu, og var þar bent á að koma endilega síðunni á framfæri á vefsíðu Skagastrandar, enda sjálfsagt einhverjir meðlimir ættarinnar sem ekki muna vefslóðina okkar, en hefja leitina að vefnum á síðunni ykkar.
Með bestu kveðju,
Hólmfríður
(dóttir Steinþórs, sonar Hólmfríðar, dóttur Sigurbjargar)