14.10.2003
Undanfarna daga hefur verið unnið af kappi við að endurbyggja
sjóvörn framan við Fjörubrautina. Gamla sjóvörnin var orðin
sigin og hætt að verja kantinn eins og þurfti. Sjóvörnin var því
endurgerð og styrkt á um 200 metra kafla. Hún var einnig
færð framar á um helmingi svæðisins og þannig skapað
svigrúm til að koma fyrir holræsalögnum í bakkanum.
Verktakar eru Skagfirðingarnir Jón og Sveinn Árnasynir sem
samhliða eru að vinna að lagningu Þverárfjallsvegar en auk
sjóvarnarinnar hefur verið samið við þá um uppfyllingu undir
upptökubraut fyrir báta ásamt sjóvörnum í tengslum við það á
hafnarsvæðinu. Gert er ráð fyrir að verkinu ljúki á næstu
dögum. Fyrr í sumar var skipt um jarðveg í Fjörubrautinni að
hluta og sett á hana klæðning og götulýsing. Einnig hafa
húsráðendur við Fjörubraut unnið við að mála og klæða
húsin. Þannig hafa mörg atriði haft jákvæð áhrif á breyta
ásýnd Fjörubrautar.