Arnar HU-1 landaði metafla í Reykjavík eftir 34 daga karfaveiðar á Reykjaneshryggnum. Aflinn var um 1300 tonn af úthafskarfa og verðmætið reyndist vera um 334 milljónir króna . Aldrei fyrr hefur Arnar komið með jafnverðmætan afla að landi og er þetta örugglega mesta eða eitt mesta aflaverðmæti íslensks frystitogara fyrr og síðar.
Frá áramótum er aflaverðmætið Arnars komið yfir 1050 milljónir króna. Tveir túrar standa þar uppúr, á Reykjaneshrygginn og í Barentshafið. Samalagt er verðmætið úr þessum ferðum rúmlega hálfur milljarður króna.
Til samanburðar má geta þess að Arnar fiskaði fyrir um 1550 milljónir á árinu 2009
Áhöfnin á Arnari er 27 manns og skipstjórar eru Guðjón Guðjónsson og Árni Ólafur Sigurðsson.