Laugardaginn 1.júlí 2006 hélt Landsbankinn veislu vegna 120 ára afmælis bankans.
Haldið var upp á afmælið í útibúum bankans um allt land. Fjöldi fólks tók þátt í gleðinni með okkur á Skagaströnd í góðu veðri. Hugrún og Jón Ólafur spiluðu fyrir okkur og Eygló söng.
Farið var í leiki, sem Calle sá um og Adolf Hjörvar stjórnaði minigolf-móti. Laufey Inga og Silfá máluðu krakkana. Gunnar og Ómar Ingi grilluðu pylsur og inni í banka var boðið upp á afmælistertu og kaffi. Við þökkum öllum sem komu og nutu dagsins með okkur.
Starfsfólk
Landsbanka Íslands hf
Skagaströnd