Nú um helgina (5.-6.maí) mun afródansarinn og trommarinn Cheick Bangoura halda námskeið á Skagaströnd. Þetta eru kraftmiklir tímar, fullir af rytma og hreyfingu.
Námskeiðin verða haldin í íþróttahúsinu á Skagaströnd og geta þátttakendur valið um hvort þeir læra dans, á trommur eða bæði.
Cheick Bangoura kemur frá Gíneu en hefur búið á Íslandi undanfarin átta ár og kennt Íslendingum að dilla sér í takt við afrískan trumbuslátt. Hann hefur haldið námskeið fyrir fólk á öllum aldri, bæði hérlendis og erlendis. Dansinn og tónlistin er tónlistin og dansinn í blóð borin enda er hann sonur eins þekktasta afródansara heims, Moustapha Bangoura. Cheick talar mjög góða íslensku.
Þetta er gott tækifæri til þess að skemmta sér og sleppa aðeins fram af sér beislinu um leið og þið lærið eitthvað nýtt.
Dansinn er skemmtilegur og kraftmikill og heitur trommuslátturinn tryggir ekta afríska stemningu. Það geta allir tekið þátt og miðar Cheick tímana við hópinn hverju sinni. Það þarf sko engar ballerínur til þess að dansa afró.
Trommutímarnir, þar sem kennt er á djembe (bongó) trommur eru ekki síður skemmtilegir. Cheick er afar fær trommuleikari og getur er eins og heil hljómsveit sé að spila þegar hann slær trommurnar. Farið verður í gegnum grunntakta í afrískri tónlist.
Námskeiðin verða á laugardag og sunnudag, eina og hálfa klukkustund í senn.
Verð á mann kr. 3500-
Nánari upplýsingar veitir Bergþóra í síma 844 0987