Aksturstyrkur vegna dreifnáms

Nemendur sem hafa stundað dreifnám FNV á Blönduósi eru minntir á að frestur er til 1. maí 2015  til að sækja um sérstakan stuðning vegna dreifnáms fyrir vorönn 2015.

Í reglunum segir m.a.:

Eingöngu nemendur sem stunda reglubundið nám við dreifnám FNV á Blönduósi og eiga lögheimili á Skagaströnd geta sótt um stuðning þann sem tilgreindur er í reglunum. Nemandi telst stunda reglubundið nám til fullnustu a.m.k. 12 eininga námi á önn sem telst hluti af skipulögðu námi dreifnámi FNV á Blönduósi sem skólinn staðfesti með ástundunarvottorði. Ef námi er ekki lokið vegna veikinda skal skóli staðfesta móttöku á fullgildu læknisvottorði.

Umsóknafestur um kostnaðarþátttöku samkv. reglugerð þessari skal vera til 1. desember vegna haustannar og til 1. maí vegna vorannar. Greiðslur vegna haustannar verða framkvæmdar fyrir 15. desember vegna haustannar og fyrir 15. maí vegna vorannar. Enda liggi fullnægjandi gögn fyrir.

Sveitarstjóri