Allir kennarar í Húnaþingi á námskeiði í upphafi starfsárs

Miðvikudaginn 15. Ágúst s.l. tóku allir kennarar grunnskóla Húnaþings þátt í  dags námskeiði, á vegum Fræðsluskrifstofunnar, um vandaðan upplestur og framsögn.

Kennarar voru:  Baldur Sigurðsson, dósent og Þórður Helgason, dósent.

Á námskeiðinu var m.a. fjallað um grundvallaratriði í kennslu munnlegrar tjáningar, líkams­stöðu, öndun, upplit og framsögn

Unnið var með ljóð og laust mál og dæmi gefin um mismunandi kennsluað­ferðir.

Þátttakendur fengu einnig tækifæri til að slípa eigin frammistöðu og taka þátt í jákvæðri og uppbyggjandi gagnrýni.

Auk þess var fjallað um þýðingu raddbeitingar með tilliti til aga og stjórnunar.

 

Mynd: Þátttakendur og leiðbeinendur að störfum.

 

Frekari upplýsingar veitir undirritaður

*************************************************
Guðjón E Ólafsson, sérkennslufræðingur
Fræðslustjóri A- Húnvetninga
símar: 4554305 og  8955796
tölvupóstur,
gol@mi.is