Sveitarfélagið Skagaströnd minnir á að skylt er að skrá hunda og ketti á skrifstofu sveitarfélagsins á þar til gerðum eyðublöðum.
Hunda skal skrá eigi síðar en mánuði eftir að þeir eru teknir á heimili og hvolpa eigi síðar en þeir verða sex mánaða gamlir. Mynd af hundinum og vottorð um að hundur hafi verið ormhreinsaður skulu fylgja umsókn um skráningu. Hundurinn skal skráður á nafn og heimilisfang lögráða einstaklings, og fær eigandi
hundsins afhenta merkta plötu með númeri hundsins, sem jafnan skal vera í ól um
háls hans. Árlegt gjald fyrir hunda er 9.000 kr.
Allir heimiliskettir á Skagaströnd skulu skráðir á skrifstofu sveitarfélagsins gegn greiðslu skráningargjalds og þar fá eigendur heimiliskatta afhenta númeraða plötu með skráningarnúmeri kattarins, sem alltaf skal vera í ól um háls dýrsins. Árlegt gjald fyrir ketti er 2.500 kr.
Reglur um hunda- og kattahald má finna á heimasíðunni:
http://www.skagastrond.is/samthykktir.asp