Annasöm íþróttahelgi framundan

Óhætt er að segja að Skagstrendingar koma víða við á íþróttasviðinu um næstu helgi. Goggamót í frjálsum íþróttum í Mosfellsbæ, KB bankamót í knattspyrnu í Borgarnesi og Bikarkeppni FRÍ 2 deild í frjálsum á Sauðárkróki.

Stefán Velemir fer og tekur þátt í Goggamótinu í Mosfellsbæ sem nú er haldið í 15 sinn. Mótið er fyrir 14 ára og yngri og þar má búast við 300-400 keppendum alls staðar af landinu.

Sæþór, Alex Már, Elías Kristinn og Guðjón Páll fara og keppa með Hvöt í 5 flokki í Borgarnesi. Búist er við 700-800 keppendum frá bæjum með minna en 2000 íbúa.

Íþróttafulltrúi Höfðahrepps verður mótsstjóri á mótinu á Sauðárkróki og með honum fara Sigurrós Ósk, Elna, Laufey Inga, Sigþór og Kristján Heiðmar ýmist sem keppendur eða starfsmenn á mótinu.

Skagstrendingar sem eru á ferðinni á þessum stöðum um helgina eru hvattir til að líta við og hvetja sitt fólk.

 

Íþróttafulltrúi Höfðahrepps.