Áramótin

Áramótin voru haldin með hefðbundnu sniði á Skagaströnd. Björgunarsveitin Strönd og Ungmennafélagið Fram stóðu fyrir flugeldasölu í Gamla Kaupfélagshúsinu. Þar fóru allir viðskiptavinir sem versluðu fyrir 12 þúsund krónur eða meira í pott, síðan var dregið úr pottinum og var Árni Sigurðsson skipstjóri sá heppni og fékk í verðlaun tertur og flugelda að verðmæti 20 þúsund. Hátiðahöldin um kvöldið hófust með blysför að brennunni og var svo kveikt í henni, við brennuna er öllum gefin stjörnuljós, sem vekur sérstaka ánægju hjá unga fólkinu og síðan hófst glæsileg flugeldasýning að hætti Björgunarsveitarinnar Strandar. Veðurútlit fyrir kvöldið lofaði ekki góðu, en Björgunarsveitin Strönd og Umgmennafélgaið Fram voru bænheyrðir og fór brennan og flugeldasýningin fram í góðu veðri og skyggni. Björgunarsveitin Strönd og Ungmennafélagið Fram vilja þakka öllum þeim fjölmörgu sem lögðu hönd á plóg við undirbúning brennu og flugeldasýningar, gestum og styrktaraðilum.